lgn.is - 21.10.2016 Tvö ný leyfisskyld lyf, Nucala og Lynparza
Hafðu samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

21.10.2016 Tvö ný leyfisskyld lyf, Nucala og Lynparza
21.10.2016 - 21.10.2016 Tvö ný leyfisskyld lyf, Nucala og Lynparza

Tvö lyf, Nucala og Lynparza, birtast með leyfisskyldu í lyfjaverðskrá 1. Nóvember.

Nucala (mepolizumab) hefur verið gert leyfisskylt við eftirfarandi ábendingu:

„Mepolizumab er ætlað sem viðbótarmeðferð við alvarlegum þrálátum rauðkyrningaastma (e. eosinophilic asthma) hjá fullorðnum sjúklingum.

Skilmerki fyrir að hefja meðferð á mepolizumab eru eftirfarandi:

1. Núverandi meðferð: háir skammtar innöndunarstera ásamt öðru(m) lyfi(jum) með eða án stera til inntöku um munn.

2. Saga um versnun (e. exacerbation): tvær eða fleiri versnanir á síðustu 12 mánuðum.

3. Gildi rauðkyrninga í blóði: ≥ 250 frumur/μL við upphaf meðferðar eða ≥ 300 frumur/μL á síðustu 12 mánuðum (greint með rútínu blóðprufu).“

Klínískar leiðbeiningar fyrir Nucala (mepolizumab) eru hér KL.

Lynparza (olaparib) hefur verið gert leyfisskylt við eftirfarandi ábendingu:

„Olaparib er ætlað til einlyfjaviðhaldmeðferðar hjá sjúklingum með endurkomu þekjufrumukrabbameins í eggjastokkum, eggjaleiðurum eða lífhimnu. Sjúkdómurinn verður að vera platinumnæmur og sjúklingurinn með BRCA1 eða BRCA2 stökkbreytingu.“

Klínískar leiðbeiningar fyrir Lynparza (olaparib) eru hér KL.

Listi yfir öll leyfisskyld lyf á excel formi.

Listi yfir öll leyfisskyld lyf á PDF formi.