lgn.is - 14.09.2011  Niðurstöður verðendurskoðunar 2011
Hafðu samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

14.09.2011 Niðurstöður verðendurskoðunar 2011
14.09.2011 - 14.09.2011 Niðurstöður verðendurskoðunar 2011

Lyfjagreiðslunefnd hefur lokið við heildarverðendurskoðun á lyfseðilskyldum lyfjum sem byggir á meðalverði í fjórum viðmiðunarlöndunum  þ.e. Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð.

Verðbreytingar í kjölfar verðendurskoðunar tóku gildi 1. apríl, 1. maí og 1. júní s.l.

Gera má ráð fyrir að kostnaðarlækkun apótekslyfja vegna endurskoðunar geti numið 468 m.kr. á á ársgrundvelli. Ætla má að sparnaður Sjúkratrygginga Íslands verði 312 m. kr. og sparnaður sjúklinga verði 156 m.kr. á ársgrundvelli. Þessar tölur eru á smásöluverði með vsk.

Fyrir sjúkrahúslyfin hefur sparnaður verið áætlaður 120 m.kr. á ársgrundvelli þegar tillit hefur verið tekið til gildandi útboða. Þessar tölur eru reiknaðar á heildsöluverði með vsk.

Ætla má að heildarsparnaður á ársgrundvelli vegna verðlækkana sé ríflega hálfur milljarður kr. 

Nú sem fyrr eru aðstæður með þeim hætti í samfélaginu að reynt er ná fram hagræðingu og sparnaði í heilbrigðirkerfinu öllum til heilla. Lyfjagreiðslunefnd vill þakka gott samstarf við lyfjafyrirtækin í landinu til að ná fram þessum sparnaði bæði fyrir ríki og sjúklinga.

Lyfjagreiðslunefnd hefur ákveðið að næsta heildarverðendurskoðun hjá nefndinni fari fram í upphafi árs 2013. Til grundvallar þeirri heildarverðendurskoðun liggja þá sölutölur fyrir árið 2012 og á verði í desember 2012.

Áður en til heildarverðendurskoðunar kemur geta hagsmunaaðilar komið að athugasemdum um fyrirhugaða framkvæmd hennar telji þeir það nauðsynlegt í samræmi við 13. gr. stjórnsýslulaga.

Með þessu er nefndin að uppfylla skyldur sem á hana eru lagðar í 46. gr. Lyfjalaga þar sem kemur fram að Lyfjagreiðslunefnd skuli endurmeta forsendur lyfjaverðs hér á landi, samanborið við sömu lyf á Evrópska efnahagssvæðinu, reglulega og eigi síðar en á tveggja ára fresti og gera tillögur um breytingar gefi matið tilefni til þess.

Nánari upplýsingar veitir Rúna Hauksdóttir, formaður Lyfjagreiðslunefndar, beinn sími 553-9050