lgn.is - 27.09.2012 - Greiðslumerking á undanþágulista
Hafðu samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

27.09.2012 - Greiðslumerking á undanþágulista
27.09.2012 - 27.09.2012 - Greiðslumerking á undanþágulista

Með vísan í samþykkt á 172. fundi lyfjagreiðslunefndar 7. júní s.l. varðandi lista undanþágulyfja sem fylgir lyfjaverðskrá og greiðslumerkingar þeirra vill lyfjagreiðslunefnd benda á eftirfarandi bókun:

Þar segir m.a. "Einnig var ákveðið að upplýsa fyrirtækin að í þeim tilvikum sem lyf er á undanþágulista vegna birgðaskorts skráðs lyfs mun undanþágulyfið halda sömu greiðslumerkingu og skráða lyfið hafði. Þessi ákvörðun nefndarinnar hefur ekki frekari áhrif á lista yfir undanþágulyf sem birtur er með lyfjaverðskrá. Athygli er vakin á því að viðkomandi listi er í stöðugri endurskoðun".

Þau mistök urðu við vinnslu lyfjaverðskrá fyrir október mánuð að ekki var tekið tillit til þessarar bókunar. Þeir heildsalar sem telja að þeir séu að flytja inn undanþágulyf sem framgreind bókun eigi við eru beðnir að senda tilkynningu inn til nefndarinna á [email protected] þar um fyrir kl. 10, 28. september, á morgun föstudag, en þá verður lyfjaverðskráin leiðrétt og ný skjöl sett á vefinn.

Þær lagfæringar sem nú er ljóst að fara inn:

05 92 95 Kloramfenikol fær E-merkingu

Nrnv. 18 77 25 IntronA verður leiðrétt, rétt nrvn. 48 77 25.