lgn.is - Prufuskrá, breytingar á Lyfjaverðskrá
Hafðu samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

Prufuskrá, breytingar á Lyfjaverðskrá
27.09.2012 - Prufuskrá, breytingar á Lyfjaverðskrá

Í framhaldi af frétt nefndarinnar frá 7. júní 2012, ( sjá nánar hér http://lgn.is/?id=968 ), hefur nefndin gefið út prufuskrá á excel formi svo hugbúnaðaraðilar og aðrir geti prófað sín tölvukerfi.

Einnig geta fyrirtæki með hugbúnað sem nýtir upplýsingar úr lyfjaverðskránni skoðað prufuskránna og metið hvort nýju upplýsingarnar komi þeim til góða.

Áætlað er að þessar breytingar komi fram í verðskrá 1. nóvember 2012.

Þær nýju upplýsingar sem nefndin er að koma á framfæri eru í fimm dálkum.

  1. Skömmtunarmöguleikar
  2. Öryggiskröfur LST
  3. Staða lyfs
  4. Leyfisskyld lyf
  5. Heildsala

Hugsunin á bak við þessar breytingar er að auðvelda notendum hugbúnaðarkerfa dagleg störf, s.s. apótekakerfa, kerfa sem læknar nota til að skrifa lyfseðla og tölvukerfum heildsala.

  1. Dálkurinn „Skömmtunarmöguleikar“ sýnir hvaða pakkningar má nota til skömmtunar og einnig eru sérstaklega auðkenndar pakkningar sem eingöngu eru ætlaðar til skömmtunar og sjúklingar mega ekki fá afhentar þó svo þeim sé ávísað á lyfseðli.
  2. Dálkurinn „Öryggiskröfur LST“ sýnir þau lyf þar sem sérstakar öryggisupplýsingar eru á heimasíðu Lyfjastofnunar. Þær öryggisupplýsingar eru ætlaðar, heilbrigðisstarfsmönnum s.s. læknum og/eða sjúklingum. Sjá hér http://www.lyfjastofnun.is/media/fraedsla_og_utgefid/Vidauki_4_nytt_skjal.pdf
  3. Dálkurinn „Staða lyfs“ sýnir hvort lyfin séu samheitalyf, samhliða innflutt lyf eða frumlyf. Á þennan hátt er gagnsæi tryggt. Öllum er ljóst hvaða reglur nefndin hefur notað, og mun nota, vegna meðhöndlunar á umsóknum um hámarksverð eða í verðendurskoðun.
  4. Dálkurinn „Leyfisskyld lyf“  Skv. lögum sem taka gildi um næstu áramót,  nr. 45/2012 grein 5. kemur fram að, Lyfjagreiðslunefnd skal ákveða........“Hvaða lyf eru leyfisskyld í samráði við sérfræðinga frá Landspítala og sjúkratryggingastofnun. Með leyfisskyldum lyfjum er átt við þau lyf sem eingöngu eru notuð í samræmi við klínískar leiðbeiningar og eru jafnan kostnaðarsöm og vandmeðfarin.“ Ákveðið var að koma inn dálkinum, þ.a. tölvukerfi nefndarinnar gæti komið á framfæri þessum upplýsingum þegar þær liggja fyrir.
  5. Dálkurinn „Heildsala“ sýnir hjá hvaða heildsölu hægt er að nálgast lyfið. Þetta er gert að beiðni smásala.

Sjá nánar meðfylgjandi excel skjal. Í því eru þrír flipar.

  1. Prufuverðskrá sem er eins og verðskráin 1. september en með nýjum dálkum.
  2. Flipi sem sýnir hvaða kóðar eru í hverjum dálki.
  3. Flipi sem sýnir hvert heitið var á þeim dálkum sem koma nýir inn í verðskránna.

EXCEL skjal - prufuskrá

Nóvember 2012 verðskrá, excel  með nýjum dálki og réttum fyrirsögnum.

Nóvember 2012 verðskrá, txt með nýjum dálki.