lgn.is - 26.09.2016 Heildarverðendurskoðun 2017
Hafðu samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

26.09.2016 Heildarverðendurskoðun 2017
26.09.2016 - 26.09.2016 Heildarverðendurskoðun 2017
 
Lyfjagreiðslunefnd mun framkvæma heildarverðendurskoðun á skráðum lyfseðilsskyldum mannalyfjum í janúar 2017.
 
Við endurskoðunina munu upplýsingar um selt magn fyrir árið 2016 og á verði í desember 2016 liggja til grundvallar. Verðsamanburðurinn sjálfur verður gerður á janúarverðskrám 2017 og gengi skv. meðaltali lyfjaverðskrárgengis síðustu sex mánaða þ.e. ágúst 2016 til og með janúar 2017.
 
Öll vörunúmer í lyfjaverðskrá koma til skoðunar óháð veltu. Þau vörunúmer sem höfðu veltu undir 3,5 milljón á árinu 2016 geta fengið allt að 15% álag á meðalverð í viðmiðunarlöndum. Nema Smerkt/leyfisskyld lyf, þau geta fengið allt að 15% álag á lægsta verð á viðmiðunarlöndum. Óska verður eftir því í hverju tilviki.
 
Frumlyf - er borið saman við nákvæmlega sama lyf í viðmiðunarlöndum. Smávægilegur munur getur verið, t.d. ekki sama norræna vörunúmer, annað heiti s.s. Zarator = Lipitor, 28 stk. pakkning vs. 30 stk. pakkning, 98 stk. pakkning vs. 100 stk. pakkning. Meðaltal í viðmiðunarlöndum verður leyfilegt hámarksverð á Íslandi.
 
Samheitalyf - er borið saman við samheitalyf í viðmiðunarlöndum. Meðaltal í viðmiðunarlöndum verður leyfilegt hámarksverð á Íslandi.
 
Biosimilar - lyf verða meðhöndluð eins og samheitalyf.
 
Samhliða innflutt lyf - verð lægra en verð frumlyfs/samheitalyfs á Íslandi verður leyfilegt hámarksverð á Íslandi.
 
Sjúkrahúslyf - hámarksverð á Íslandi miðast við lægsta verð í viðmiðunarlöndum.
 
Endurskoðunin verður framkvæmd í þremur hlutum í eftirfarandi röð:
 
1. hluti - S – merkt og/eða leyfisskyld lyf, fjöldi pakk. í september, 719
2. hluti – ATC-flokkar A01AA01 – L04AX05, fjöldi pakk. í september, 1.130
3. hluti – ATC-flokkar M01AB01 – V04CL, fjöldi pakk. í september, 1.119
 
Gert er ráð fyrir að fyrsti hluti komi inn í verðskrá 1. mars 2017 og að verðendurskoðun verði lokið með júní verðskrá.
 
Lyfjagreiðslunefnd mun birta á heimasíðu sinni lista yfir þær lyfjapakkningar sem koma til verðlækkunar í kjölfar heildarverðendurskoðunar í kringum 10. hvers mánaðar áður en verðskráin tekur gildi.
 
English version. Note, the following is a translation of the committee decision. The translation is
offered strictly as a service to you and is not in itself a legally binding document. The official
version is the Icelandic version.
 
The Icelandic Medicine Pricing and Reimbursement Committee will in 2017 review the maximum wholesale prices in Iceland.
 
All product numbers will have their price reviewed. Products with turnover less than 3,5 million ikr., (wholesale price without VAT * no. packages), are allowed up to 15% markup from average price, for medicines distributed through apoteks. Medicine classified as hospital products with turnover less than 3,5 million ikr. are allowed up to 15% markup from lowest price in the comparison countries.
 
Original products: Price is compared to the average price on the corresponding original product in the reference countries (Nordic countries).
 
Generics: Price is compared to the average price of all corresponding generic in the reference countries (Nordic countries).
 
Biosimilar will be handled the same way as generics.
 
Parallel imported products: Price should be lower than price on the corresponding original or generic product in Iceland.
 
Hospital product: Price may not exceed the lowest price of the four Nordic countries.
 
The review is planned to start in january 2017 and the first part to be effective in the pricelist 1st. of march. The last part is scheduled to appear in the june pricelist. The price review will be based on january pricelists in Iceland and the comparable countries (the Nordic countries) and the average exchange rate of the last six months, august 2016 - january 2017.
 
The review will be in three parts.
 
1. part – Hospital product, S - merkt lyf, no. of products in sept. 719
2. part – ATC-groups, A01AA01 – L04AX05, no. of products in sept. 1.130
3. part – ATC-groups, M01AB01 – V04CL , no. of products in sept. 1.119
 
The pharmaceutical representatives will receive letters containing the price reference in excel format and they will have the possibility to give notification and/or corrections, if any, on the committee decision within 21 days.
 
The committee will also publish on the homepage a list of products which prices will be lowered in the following pricelist. This will be done around 10th. of the month prior to when the corresponding pricelist will be effective.