lgn.is - 30.05.2017 Avastin (bevacízúmab) - Leyfisskylda fyrir þremur nýjum ábendingum
Hafðu samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

30.05.2017 Avastin (bevacízúmab) - Leyfisskylda fyrir þremur nýjum ábendingum
30.05.2017 - 30.05.2017 Avastin (bevacízúmab) - Leyfisskylda fyrir þremur nýjum ábendingum

 Bevacízúmab, ásamt paklítaxeli og cisplatíni, eða paklítaxeli og tópótekani hjá sjúklingum sem ekki geta fengið meðferð með platínusamböndum, er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum með krabbamein í leghálsi sem er þrálátt og endurkomið eða með meinvörpum  

Bevacízúmab, sem viðbót við krabbameinslyfjameðferð með platínusamböndum, er ætlað sem fyrsta val við meðferð hjá fullorðnum sjúklingum með óskurðtækt langt gengið lungnakrabbamein með meinvörpum eða endurtekið lungnakrabbamein sem ekki er af smáfrumugerð. Þetta á samt ekki við ef um er að ræða krabbamein sem er aðallega af flöguþekjugerð.  

Bevacízúmab ásamt erlótíníbi er ætlað sem fyrsta val við meðferð hjá fullorðnum sjúklingum meðóskurðtækt, langt gengið lungnakrabbamein, endurkomið eða með meinvörpum, sem ekki er afflöguþekjugerð eða smáfrumugerð og er með virkjandi stökkbreytingar í EGFR (epidermal growthfactor receptor, viðtaki fyrir þekjufrumuvaxtarþátt) 

 

Klínískar leiðbeiningar um notkun á Avastin (bevacízúmab) KL

Listi yfir öll leyfisskyld lyf á excel formi. Listi excel. 

Listi yfir öll leyfisskyld lyf á PDF formi. Listi PDF.