lgn.is - 09.01.2019 Breytingar á greiðsluþátttöku lyfja í ATC-flokkum C09C, C09D og C09X, 1. mars 2019.
Hafðu samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

09.01.2019 Breytingar á greiðsluþátttöku lyfja í ATC-flokkum C09C, C09D og C09X, 1. mars 2019.
09.01.2019 - 09.01.2019 Breytingar á greiðsluþátttöku lyfja í ATC-flokkum C09C, C09D og C09X, 1. mars 2019.

Lyfjagreiðslunefnd hefur sent heilbrigðisráðherra tillögu að breytingu á 7. gr. reglugerðar nr. 313/2013 um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði. Breytingin er til skoðunar í heilbrigðisráðuneytinu en væntingar eru til þess að málið verði afgreitt á næstu dögum en gildistaka reglugerðarinnar yrði 1. mars 2019.

Breytingin felur í sér að ATC-flokkarnir C09C, C09D og C09X verða felldir niður í 7. gr. reglugerðarinnar. Í stað þess að sjúkratryggingar taki þátt í greiðslu hagkvæmustu pakkninga, þá mun lyfjagreiðslunefnd taka ákvörðun um greiðsluþátttöku í hverju lyfi fyrir sig í samræmi við 2. tl. 1. gr. og  9. gr. reglugerðar nr. 353/2013 um lyfjagreiðslunefnd.

Lyfjagreiðslunefnd mun endurskoða og ákveða hvort sjúkratryggingar, muni taka þátt í greiðslu lyfja í ATC-flokkunum C09C, C09D og C09X á fundum nefndarinnar í janúar og febrúar 2019. Ákvörðun lyfjagreiðslunefndar um greiðsluþátttöku lyfjanna munu birtast í lyfjaverðskrá 1. mars 2019.