lgn.is - 19.11.2019 Uppfærð frétt frá 7 nóvember s.l.
Hafðu samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

19.11.2019 Uppfærð frétt frá 7 nóvember s.l.
19.11.2019 - 19.11.2019 Uppfærð frétt frá 7 nóvember s.l.

S-merkt lyf í viðmiðunarverðflokka- Afturköllun ákvörðunar

Í lyfjaverðskrám 1. júní 2019 og 1. júlí 2019 var tveimur ATC-flokkum S-merktra lyfja raðað í viðmiðunarverðflokka. Annars vegar var um var að ræða lyfin Revatio töflur, 20 mg/90 stk, Revastad töflur 20 mg/100 stk og Granpidam töflur 20 mg/90 stk. og hins vegar lyfin Emend hylki og Aprepitant Medical Valley hylki.

Í júlí barst lyfjagreiðslunefnd ábending frá Félagi atvinnurekenda vegna framangreinds,sem laut m.a. að því að ekki væri heimilt að láta sjúklinga bera kostnað af umframverði vegna S-merktra lyfja og ákvörðunin hafi verið tekin samkvæmt vinnureglu en ekki á fundi lyfjagreiðslunefndar.

Félag atvinnurekenda sendi einnig erindi til heilbrigðisráðuneytisins með athugasemdum við umræddar ákvarðanir. Heilbrigðisráðuneytið tók ekki efnislega afstöðu til erindis Félags atvinnurekenda en beindi því til lyfjagreiðslunefndar að endurskoða ákvarðanirnar.

Á fundi sínum 4. nóvember 2019 tók lyfjagreiðslunefnd framangreint til afgreiðslu. Nefndin ákvað að draga til baka ákvarðanir um röðun S-merktra lyfja í viðmiðunarverðflokka. Lyfin verða formlega tekin úr viðmiðunarverðskrá 1. desember nk. Fyrir tilstilli Sjúkratrygginga Íslands hefur ákvörðunin þegar komið til framkvæmda. Einstaklingar greiða því ekki fyrir þessi S-merktu lyf.  Þeir sem greitt hafa umframverð vegna þessara lyfja frá 1. júní 2019 eiga rétt á endurgreiðslu. Lyfjagreiðslunefnd hefur óskað eftir því að Sjúkratryggingar Íslands hafi milligöngu um endurgreiðslu til viðkomandi einstaklinga vegna ofgreidds kostnaðar.