lgn.is - 22.12.2009 Afskráningar lyfja vegna birgðaskorts
Hafðu samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

22.12.2009 Afskráningar lyfja vegna birgðaskorts
22.12.2009 - 22.12.2009 Afskráningar lyfja vegna birgðaskorts

Frá og með 1. febrúar 2010 mun Lyfjagreiðslunefnd breyta skráningu á þeim lyfjum sem ófáanleg eru vegna birgðaskorts. 

Í stað þess að upplýsingar um lyfin „hangi“ inni í lyfjaverðskrá í 90 daga munu þau falla úr verðskránni. 

Þetta er gert með vísan til reglugerðar um Lyfjagreiðslunefnd nr. 213/2005 með síðari breytingum, en þar segir m.a. „Verði birgðaskortur á lyfi, sem ekki er með viðmiðunarverð, í meira en 30 daga, fellur umrætt lyf úr lyfjaverðskrá. Verði birgðaskortur á lyfi, sem er með viðmiðunarverð, skal það tilkynnt lyfjagreiðslunefnd þegar í stað, sem gefur þá út nýtt viðmiðunarverð, sem birt verður í næstu lyfjaverðskrá, en umrætt lyf fellur úr verðskrá.“