lgn.is - 03.05.2010 Verðendurskoðun á S-merktum lyfjum
Hafðu samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

03.05.2010 Verðendurskoðun á S-merktum lyfjum
03.05.2010 - 03.05.2010 Verðendurskoðun á S-merktum lyfjum

Ráðherra hefur undirritað reglugerð um breytingu á reglugerð um Lyfjagreiðslunefnd nr. 213/2005 sem tók gildi 1. maí s.l. Með reglugerðinni er innleidd sú regla að við verðákvarðanir S-merktra lyfja skuli lyfjagreiðslunefnd að jafnaði taka mið af lægsta heildsöluverði í viðmiðunarlöndunum sem í dag eru Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð. 

Samkvæmt reglugerðinni er ekki gert ráð fyrir að ofangreind regla hafi áhrif á þá útboðssamninga sem þegar eru í gildi. Afrit undirritaðrar reglugerðar er meðfylgjandi

Í febrúar s.l. fékk lyfjagreiðslunefnd drög að ofangreindri reglugerð til umsagnar og þá var gert ráð fyrir að reglugerðin tæki gildi 1. mars. s.l. 

Á fundi Lyfjagreiðslunefndar nr. 131 þann 23. febrúar var rætt við fulltrúa heildsala um framkvæmd endurskoðunar og tímasetningar.  
Það hefur því legið ljóst fyrir síðan í febrúar s.l. að lyfjagreiðslunefnd yrði að fara í heildarverðendurskoðun á S-merktum lyfjum til þess að ná því markmiði að lækka lyfjakostnað og hefur umboðsmönnum lyfjafyrirtækja verið kunnugt um það.

Lyfjagreiðslunefnd hefur ákveðið að fara í heildarverðendurskoðun á S-merktum lyfjum og bréf með endurskoðuðum verðum fara út til umboðsmanna eigi síðar en 7. maí n.k. Athugasemdir við verðútreikninga skulu berast nefndinni eigi síðar en 21. maí og gert er ráð fyrir að ný verð birtist í verðskrá 1. júní n.k.